Stjórnun - vannýtt verkfæri til að bæta framleiðni og lífskjör
Umræða um þörf fyrir aukna framleiðni er ekki ný af nálinni og var áberandi á nýlegum fundi sem forsætisráðuneytið bauð til, um mótun nýrrar atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar. Hér ætla ég að fjalla um stjórnun sem vannýtt verkfæri til að auka framleiðni. Einnig hvernig slök stjórnun hefur áhrif á árangur vinnustaða og lífsgæði fólks.
Stjórnun skiptir máli
Í skýrslu sem Gallup birti 2023 vitnar Jon Clifton, forstjóri Gallup, í Indermit Gill, aðal-hagfræðing Alþjóðabankans, sem sama ár sagði að framundan gæti verið áratugur sem væri heimshagkerfinu ekki hagfelldur. Jon telur skilaboðin skýr. Það hefur hægt á efnahagslegum vexti og ef verg landsframleiðsla á heimsvísu er ekki aukin verður erfiðara að leysa ýmsar áskoranir okkar. Þegar hann velti fyrir sér hvernig leiðtogar dagsins í dag gætu mögulega haft best áhrif sagði hann Gallup hafa fundið eitt skýrt svar: Breyta því hvernig starfsfólki er stjórnað.
9-18 mánuðum eftir að Gallup hafði veitt stjórnendum þjálfum til að verða betri stjórnendur hafði virkni teyma þeirra aukist um 8-18%. Gallup metur það sem svo að lág virkni starfsfólk kosti heimshagkerfið 8,8 billjónir dollara á ári, eða 9% af landsframleiðslu á heimsvísu – sem dygði til að hafa áhrif á velgengni mannkynsins.
9% af landsframleiðslu Íslands árið 2024, að nafnvirði, voru um það bil 415 milljarðar, sem gætu sannarlega nýst til að hafa áhrif á bætt lífskjör á Íslandi.
Gallup telur að 34% launakostnaðar óvirks starfsfólks tapist, og að 70% skýringa á bak við lága virkni liggi í stjórnun. Harvard-rannsókn sýnir að stjórnun skýrir 18% þess munar sem er á milli bestu og verstu frammistöðu starfsfólks.
Ýmsar rannsóknir sýna að helsta ástæða þess að fólk hættir í starfi er samband við næsta yfirmann og rannsóknir hafa einnig sýnt að kostnaður við starfsmannaveltu getur verið 50% - 250% af árslaunum þess sem hættir. Kostnaður við fjarvistir er einnig mikill, en stjórnun getur haft mikil áhrif þar á.
Hvernig stjórnun starfsfólks getur aukið framleiðni
Flestir vinnustaðir á Íslandi eru litlir eða meðalstórir, þar sem stjórnendur fá lítinn tíma til að sinna mannauðsstjórnun. Margir hafa verið gerðir að stjórnendum út á það að vera öflugir sérfræðingar. En fengu svo litla þjálfun eða stuðning í stjórnun. Gjarnan er þeim ætlað að halda áfram að vera öflugir sérfræðingar en bæta á sig stjórnunarlegri ábyrgð, sem oft mætir afgangi þegar tími er af skornun skammti.
Með bættri stjórnun má auka virkni starfsfólks, styðja fólk betur til að læra nýja hluti, laða að hæft fólk, draga úr fjarvistum, kostnaðarsamri starfsmannaveltu o.fl.
Hvað vantar í atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar?
Í inngangserindi Sveinbjörns Finnssonar, aðstoðarmanns ríkisstjórnarinnar, á fyrrgreindum morgunfundi sagði hann að landsframleiðsla á mann væri nothæfasti mælikvarðinn á meðal lífskjör og að verg landsframleiðsla á mann væri sterkasti mælikvarðinn á efnahagslega velsæld. Hann sagðist vilja sjá framleiðni vinnuafls mun hærri, sá þáttur ætti að drífa áfram hagvöxtinn.
Hann talaði einnig um mikilvægi fjölgunar starfa í atvinnugreinum með háa framleiðni og að skapandi gervigreind myndi knýja næstu tæknibyltingu og hreyfa við öllum grunnþáttum atvinnulífsins.
Ég hefði líka viljað heyra hvatningu til atvinnurekenda um að bæta það umhverfi sem starfsfólki er skapað, þegar kemur að stjórnun og fjárfestingu í þjálfun stjórnenda og starfsfólks. Þannig að starfsfólk upplifi meiri hvatningu og stuðning, verði virkara, geti nýtt sér skapandi gervigreind og aukið framleiðni.
Samkvæmt rannsókn Alþjóða efnahagsráðsins árið 2020 telja stjórnendur í heiminum að fram til 2030 þurfi 50% alls starfsfólks umtalsverða endurmenntun til að geta tekist á við störf og verkefni framtíðarinnar.
Með aukinni fjárfestingu í þjálfun stjórnenda og starfsfólks má auka framleiðni, m.a. í gegnum aukna virkni, bætta getu til að nýta gervigreind til aukinnar skilvirkni og fjölgunar starfa með háa framleiðni.
Þessi grein birtist áður í Viðskiptablaðinu þann 27. september 2025.
Ef þinn vinnustað vantar stjórnunarráðgjöf, stjórnendaþjálfun eða fræðslu fyrir starfsfólk þá ekki hika við að hafa samband.
Herdís Pála er reyndur og farsæll stjórnandi sem hefur sinnt ráðgjöf og þjálfun fyrir fjölmarga vinnustaði og stjórnendur.
Hér má lesa meira um mig, minn bakgrunn og mína þjónustu,
einnig þá fyrirlestra, námskeið og aðra þjónustu sem ég býð upp á fyrir ýmsa hópa, félög og fyrirtæki
sem og þjónustu sem ég býð einstaklingum og stjórnendum
Hér má lesa umsagnir og sjá dæmi um vinnustaði sem ég hef unnið fyrir.
Ég sendi ekki oft pósta, helst þegar ég vil deila einhverju góðu efni, láta vita af námskeiðum sem ég stend fyrir og fleira í þeim dúr.
Þegar þú skráir þig færðu sent ÓKEYPIS sjálfsmat sem hjálpar þér að finna út hverju þú ættir helst að forgangsraða í áframhaldandi vinnu þinni við að ná 360° árangri, í leik og starfi.
Módelið mitt
Þetta módel setti ég saman fyrir nokkrum árum,
sem stuðningsefni fyrir þá sem ég var að coacha eða markþjálfa.
Mínir viðskiptavinir eru helst stjórnendur sem vilja styrkja sig í því hlutverki á sama tíma og þeir vilja huga að eigin lífsgæðum.
Einnig fólk á krossgötum á sínum starfsferli.
Ert þú með allt á hreinu um þá byltingu sem er að verða á vinnumarkaðnum?
Viltu auka atvinnuhæfni þína og læra að skapa þér fleiri tækifæri til framtíðar litið?
Kíktu endilega á þessa bók og fáðu svörin.