360 Model 1_FullCopyright.jpg

Nálgun til að hámarka árangur og ánægju - á sama tíma,
í starfi og einkalífi

Fyrir nokkrum árum, þegar ég var búin að vera mikið að markþjálfa og var farin að sjá ákveðinn þráð meðal margra minna viðskiptavina, í því hverjar voru helstu áskoranir þeirra í einkalífi og starfi, setti ég saman þetta módel.

Kjarninn byggir á hugmyndinni um “Self-Leadership” og þeim þáttum lífsins sem mest af orku fólks fer í:

  1. Vinnan eða starfsframinn

  2. Samfélagið sem við búum í og þau samfélög eða félagsskapur sem við tilheyrum

  3. Umhverfið okkar, nærumhverfið okkar og svo í stærra samhengi

  4. Fjármálin

  5. Heilsan

  6. Sambönd og samskipti

Ytri hringurinn á svo við þá sem hafa eitthvað yfir öðrum að segja, annað hvort með mannaforráðum í vinnu eða einhverjum áhrifastöðum í sínu lífi og samfélagi.
Til að ná sem mestum árangri þar þarf að skoða og vinna með þessa þætti:

  1. Samskiptahæfni

  2. Sjálfstraust

  3. Teymið sem maður hefur eða velur í kringum sig

  4. Stefnan sem maður fylgir

  5. Eigin viðhorf

  6. Eigin þróun

Þetta módel eða þessa nálgun hef ég síðan mikið notað, bæði við markþjálfun og í kennslu.


Hér fyrir neðan eru svo tvö önnur módel eða nálgun sem ég hef líka mikið notað þegar ég vinn með stjórnendum, í gegnum fræðslu og þjálfun.

Það sem er vinstra megin byggir á mikilvægi þess að vera góður eigin leiðtogi, eða vera með öfluga sjálfsforystu, til að ná árangri við að leiða aðra, eða leiða árangur.

Fyrir þá sem vilja vinna að enn öflugri sjálfsforystu hef ég svo notað módelið sem sjá má hægra megin; módel sem ég setti saman eftir töluverðar rannsóknir og að vera búin að sjá hvað var að virka best fyrir mína viðskiptavini.