Öflug sjálfsforysta; bætt stjórnun og meiri árangur

Samkvæmt nokkrum nýlegum rannsóknum eru stjórnendur, sérstaklega millistjórnendur, líklegri en almennt starfsfólk til að standa frammi fyrir kulnun eða að íhuga að hætta í núverandi starfi vegna álags.

Stjórnendur, eins og aðrir, eru að upplifa miklar breytingar á sínum störfum en hafa ekki alltaf fengið góða þjálfun eða stuðning til að skoða hverju þeir þurfa að breyta hjá sér til að fara sem best í gegnum þessar breytingar. Á sama tíma sýna margar nýlegar rannsóknir að besta leiðin til að auka árangur vinnustaða, hvort sem hann er mældur í framleiðni, nýsköpun, ímynd eða starfsánægju, er að bæta stjórnun.

En hvernig eiga stjórnendur sem sjálfir eru ekki upp á sitt besta að bæta stjórnun og auka árangur vinnustaða?

Ég tel að það verði best gert með því að styðja stjórnendur í að verða betri eigin leiðtogar, með öflugri eigin sjálfsforystu, og verða þannig betri leiðtogar annarra og árangurs.

Að leiða sjálfan sig – að iðka öfluga sjálfsforystu

Það að vera leiðtogi fyrir sjálfan sig, að beita öflugri sjálfsforystu, jafnt í vinnu og einkalífi gengur í grunninn út á að fólk efli eigin sjálfsþekkingu, hafi góðan skilning á hver það er, þekki eigin gildi, hvað það getur, hvað það vill standa fyrir, hvað hvetur það áfram og hvert það stefnir.

Með öflugum grunni sjálfsforystu eru stjórnendur betur færir um að stjórna eigin samskiptum, tilfinningum og hegðun og hafa þannig góð áhrif. Þau sem eru meðvituð um mikilvægi góðrar sjálfsforystu vinna stöðugt að því að viðhalda og auka eigin hæfni, faglega og persónulega, eru meðvituð um áhrif eigin hugarfars og sýna þá hegðun sem þau telja eðlilegt að krefjast af öðrum.

Að leiða aðra

Stjórnendur eða leiðtogar sem efla eigin sjálfsforystu ná meiri árangri með teymi sem þeir leiða. Þeir eru meðvitaðir um eigin hæfni, hugarfar og hegðun og mikilvægi þeirra þátta við að leiða aðra. Taka sér tíma til reglulegrar endurskoðunar á sjálfum sér og hvað þarf að þróa fyrir áframhaldandi árangur í leiðtogahlutverkinu.

Þeir hafa alla jafn meiri samskiptahæfni, tilfinningagreind, aðlögunarhæfni og seiglu. Þeir eru óhræddir við að endurskapa sjálfa sig og endurskoða eigin viðhorf. Þeir eru einnig óhræddir við að hjálpa sínu fólki að vaxa, gefa þeim heiðurinn af góðum verkum og láta ljós þeirra skína.

Þeir vita að það sem kom þeim þangað sem þeir eru, og það sem þeir hafa hingað til fengið viðurkenningu fyrir, er ekki endilega það sem þeir þurfa að gera og sýna til framtíðar litið. Þeim gengur betur að virkja aðra með sér til góðra verka og árangurs, því aðrir sjá að þeir eru góðir í að leiða sjálfa sig og hvað þeir standa fyrir.

Að leiða árangur

Þegar einstaklingur sem er góður í að leiða sig, með öflugri sjálfsforystu, gengur vel að leiða teymi, að hámarka árangur teymanna og virkni þeirra sem í teymunum eru, þá er hægt að fara að búast við betri og varanlegri árangri.

Að leiða árangur, í gegnum það að leiða sjálfan sig og sín teymi, byggir m.a. á því að setja tímann sinn í þá þætti sem skipta mestu máli og útdeila öðrum verkefnum til annarra, eða nýta tæknina til að leysa þau. Byggja upp tengsl og traust, vera til staðar fyrir aðra og veita reglulega og leiðbeinandi endurgjöf.

Einnig að taka reglulega tíma í sjálfsmat, að fá endurgjöf og vinna í eigin þróun. Fylgjast með trendum og þróun, hvað er að breytast eða koma nýtt í fagi viðkomandi en líka almennt í umhverfi vinnu.

Allt er þetta mikilvægt en ekki endilega áríðandi eða með skýr tímamörk.

Stjórnendur ættu því meðvitað að forgangsraða því hátt að efla eigin sjálfsforystu.



Þessi grein birtist áður í Viðskiptablaðinu þann 5. júlí 2025.


Ef þinn vinnustað vantar stjórnunarráðgjöf, stjórnendaþjálfun eða fræðslu fyrir starfsfólk þá ekki hika við að hafa samband.

Herdís Pála er reyndur og farsæll stjórnandi sem hefur sinnt ráðgjöf og þjálfun fyrir fjölmarga vinnustaði og stjórnendur.


Hér má lesa meira um mig, minn bakgrunn og mína þjónustu,

  • einnig þá fyrirlestra, námskeið og aðra þjónustu sem ég býð upp á fyrir ýmsa hópa, félög og fyrirtæki

  • sem og þjónustu sem ég býð einstaklingum og stjórnendum

Hér má lesa umsagnir og sjá dæmi um vinnustaði sem ég hef unnið fyrir.

Ég sendi ekki oft pósta, helst þegar ég vil deila einhverju góðu efni, láta vita af námskeiðum sem ég stend fyrir og fleira í þeim dúr.

Þegar þú skráir þig færðu sent ÓKEYPIS sjálfsmat sem hjálpar þér að finna út hverju þú ættir helst að forgangsraða í áframhaldandi vinnu þinni við að ná 360° árangri, í leik og starfi.


Módelið mitt

Þetta módel setti ég saman fyrir nokkrum árum,
sem stuðningsefni fyrir þá sem ég var að coacha eða markþjálfa.

Mínir viðskiptavinir eru helst stjórnendur sem vilja styrkja sig í því hlutverki á sama tíma og þeir vilja huga að eigin lífsgæðum.
Einnig fólk á krossgötum á sínum starfsferli.


Ert þú með allt á hreinu um þá byltingu sem er að verða á vinnumarkaðnum?

Viltu auka atvinnuhæfni þína og læra að skapa þér fleiri tækifæri til framtíðar litið?

Kíktu endilega á þessa bók og fáðu svörin.

Einnig má nálgast bókina á Storytel.


Next
Next

Framtíð vinnu er núna