Framtíð vinnu er núna
Heimur vinnu breytist hratt þessa dagana, sérstaklega í þekkingar- og skrifstofustörfum.
Margir frasar hafa komið fram í því samhengi.
- Fyrri hræðsluáróður um að róbótar væru að koma og taka störf af fólki.
- Nú er talað um að vinna sé það sem við gerum, ekki hvar við erum.
En hvað er að breytast?
Framtíð vinnu
Við munum hætta að skipuleggja og stjórna vinnu í gegnum störf og skilgreindan vinnutíma, gera það meira í gegnum verk og verkefni, frammistöðu og árangur. Hvað við vinnum við er að breytast, sem og hvernig, hvar og hvenær við leysum verkefni okkar. Þetta skapar áhugaverð tækifæri til að endurhugsa og endurhanna störf og vinnu, sem getur leitt af sér margvíslegan ávinning, fyrir vinnuveitendur og vinnuafl, en líka þörf fyrir nýja hæfniþætti og mikilvægt að allir hugi vel að eigin atvinnuhæfni.
Framtíð vinnustaða, vinnutíma og vinnuumhverfis
Á vinnustöðum framtíðarinnar mun fólk mæta til að vinna saman í verkefnum og til að eiga samskipti. Verkefni sem fólk vinnur eitt verða unnin annars staðar. Vinnustaðarmenning verður ekki bundin innan tiltekinna veggja heldur snúast um hvernig við vinnum og tölum saman, óháð staðsetningu. Sveigjanleiki laðar að fólk en hann þarf að hanna og ekki ætti að binda sig við minnsta mögulega samnefnara í þeim efnum. Störf þar sem ekki er hægt að bjóða upp á mikinn sveigjanleika verður erfiðara að manna og það gæti leitt til hækkunar launa í þeim. Aukinn sveigjanleiki í vinnu, bæði í tíma og staðsetningu, opnar tækifæri fyrir einstaklinga með ýmis konar takmarkanir.
Meðfylgjandi mynd lýsir nálgun Lyndu Gratton, prófessors við London Business School, um hvernig megi greina verkefni og störf, við hönnun og ákvörðun um sveigjanleika.
Á sama tíma og það breytist hvernig við vinnum þarf að huga vel að hönnun vinnurýma og hönnun vinnumenningar. Vilji vinnuveitendur fá fólk inn á vinnustaðinn þarf hann að vera þannig að fólk vilji koma þangað, en ekki að upplifa að það sé krafið um að mæta þangað.
Væntingar og þarfir fólks varðandi sveigjanleika eru ólíkar. Forðast ætti fjarvinnustefnur sem ramma inn minnsta mögulega samnefnara sem hægt er að bjóða öllu starfsfólki.
Þarf vinnudagur allra að vera samfelldur,
allir að vinna fimm daga í viku
og 12 mánuði á ári?
Framtíð vinnuafls og vinnumarkaðar
Við munum tala um vinnuafl frekar en starfsfólk þar sem ráðningarform verða fjölbreyttari, auk þess sem vitvélar og gervigreind verða hluti af vinnuaflinu. Vinnuaflið tekur að sér tiltekin verk eða verkefni fyrir vinnustaðinn, ekki störf, með annars konar vinnusambandi en hefðbundnu ráðningarsambandi. Horfið verður frá því að semja um krónur á móti klukkustundum, samið verður um krónur á móti leystum verkefnum og árangri. Þriggja þátta vinnumarkaður vinnuveitenda, starfsfólks og stéttarfélaga verður fjölþættari með breyttum ráðningarsamböndum og fjölbreyttari stéttarfélögum.
Framtíð stjórnunar
Stjórnendur þurfa að aðlagast nýjum tímum í stað þess að krefjast þess að vinnuaflið snúi aftur til fortíðar sem þeim líður betur með. Breyttir tímar og væntingar kalla á breytta stjórnun. Við þurfum stjórnun sem byggir upp og viðheldur trausti. Sem stýrir best frammistöðu í blandaðri vinnu og styður best við virkni, hollustu og tryggð.
Það er ekki bara hægt að velja bestu konfektmolana – að vilja til dæmis alla nýjustu tæknina en vilja halda áfram stjórnun og hönnun vinnu eins og gert hefur verið síðastliðna áratugi. Ekki reyna að finna einu réttu lausnina á hvernig er best að vinna. Það sem virkar í dag verður úrelt á morgun. Verið opin fyrir allri þróun, nýjum leiðum og tækifærum. Hugið að eigin hugarfari, hæfni og hegðun.
Vinna okkar nýtir rúmlega helming daglegs vökutíma okkar og hefur þar með mikil áhrif á lífsgæði okkar, þau má bæta með endurhugsun og endurhönnun vinnu og stjórnunar.
Þessi grein birtist áður í Viðskiptablaðinu þann 24. maí 2025.
Ef þinn vinnustað vantar stjórnunarráðgjöf, stjórnendaþjálfun eða fræðslu fyrir starfsfólk þá ekki hika við að hafa samband.
Herdís Pála er reyndur og farsæll stjórnandi sem hefur sinnt ráðgjöf og þjálfun fyrir fjölmarga vinnustaði og stjórnendur.
Hér má lesa meira um mig, minn bakgrunn og mína þjónustu,
einnig þá fyrirlestra, námskeið og aðra þjónustu sem ég býð upp á fyrir ýmsa hópa, félög og fyrirtæki
sem og þjónustu sem ég býð einstaklingum og stjórnendum
Hér má lesa umsagnir og sjá dæmi um vinnustaði sem ég hef unnið fyrir.
Ég sendi ekki oft pósta, helst þegar ég vil deila einhverju góðu efni, láta vita af námskeiðum sem ég stend fyrir og fleira í þeim dúr.
Þegar þú skráir þig færðu sent ÓKEYPIS sjálfsmat sem hjálpar þér að finna út hverju þú ættir helst að forgangsraða í áframhaldandi vinnu þinni við að ná 360° árangri, í leik og starfi.
Módelið mitt
Þetta módel setti ég saman fyrir nokkrum árum,
sem stuðningsefni fyrir þá sem ég var að coacha eða markþjálfa.
Mínir viðskiptavinir eru helst stjórnendur sem vilja styrkja sig í því hlutverki á sama tíma og þeir vilja huga að eigin lífsgæðum.
Einnig fólk á krossgötum á sínum starfsferli.
Ert þú með allt á hreinu um þá byltingu sem er að verða á vinnumarkaðnum?
Viltu auka atvinnuhæfni þína og læra að skapa þér fleiri tækifæri til framtíðar litið?
Kíktu endilega á þessa bók og fáðu svörin.