Vantar þig eitthvað að lesa?
Fyrir nokkru síðan var ég að tala við góðan vin minn sem sagði mér að honum hefði allt í einu dottið í hug að kíkja hérna inn á vefsíðuna mína.
Við höfum þekkst í bráðum 30 ár og verið í nokkuð reglulegum samskiptum en það var svolítið áhugavert að heyra hann segja frá því hvað það hefði komið honum óvart að lesa yfirlitið yfir birtar greinar eftir mig, viðtöl sem ég hef farið í, ráðstefnur sem ég hef talað á o.fl.
Þess vegna datt mér í hug að vekja athygli á þessu yfirliti, kannski einhverjar greinar þarna eða viðtöl sem gætu vakið áhuga þinn.
Ef þinn vinnustað vantar stjórnunarráðgjöf, stjórnendaþjálfun eða fræðslu fyrir starfsfólk þá ekki hika við að hafa samband.
Herdís Pála er reyndur og farsæll stjórnandi sem hefur sinnt ráðgjöf og þjálfun fyrir fjölmarga vinnustaði og stjórnendur.
Hér má lesa meira um mig, minn bakgrunn og mína þjónustu,
einnig þá fyrirlestra, námskeið og aðra þjónustu sem ég býð upp á fyrir ýmsa hópa, félög og fyrirtæki
sem og þjónustu sem ég býð einstaklingum og stjórnendum
Hér má lesa umsagnir og sjá dæmi um vinnustaði sem ég hef unnið fyrir.
Ég sendi ekki oft pósta, helst þegar ég vil deila einhverju góðu efni, láta vita af námskeiðum sem ég stend fyrir og fleira í þeim dúr.
Þegar þú skráir þig færðu sent ÓKEYPIS sjálfsmat sem hjálpar þér að finna út hverju þú ættir helst að forgangsraða í áframhaldandi vinnu þinni við að ná 360° árangri, í leik og starfi.
Módelið mitt
Þetta módel setti ég saman fyrir nokkrum árum,
sem stuðningsefni fyrir þá sem ég var að coacha eða markþjálfa.
Mínir viðskiptavinir eru helst stjórnendur sem vilja styrkja sig í því hlutverki á sama tíma og þeir vilja huga að eigin lífsgæðum.
Einnig fólk á krossgötum á sínum starfsferli.
Ert þú með allt á hreinu um þá byltingu sem er að verða á vinnumarkaðnum?
Viltu auka atvinnuhæfni þína og læra að skapa þér fleiri tækifæri til framtíðar litið?
Kíktu endilega á þessa bók og fáðu svörin.