Hér má finna námskeið sem eru á döfinni hjá mér
og eins netnámskeið sem ég býð upp á.

Námskeið í janúar 2022

Nýtt ár = Ný tækifæri

Regluleg uppfærsla á þekkingu og sýn á tækifæri á vinnumarkaði er lykillinn að tækifærum framtíðarinnar.

Til þess að ná árangri og til að greina þau verkefni sem veita mestan ávinning þarf að þekkja þær breytingar sem eru að verða á vinnumarkaði.

Á þessu námskeiði nýtum við þekkingu okkar og reynslu til að aðstoða þig á praktískan máta við að skerpa framtíðarsýn þína og koma þér á næsta stað.

Komdu á námskeið þar sem þú færð hjálp við að undirbúa þig fyrir þessar breytingar, setja þér stefnu og aðstoð við að sjá hvernig þú getur sem best skapað þér tækifæri á vinnumarkaði framtíðarinnar.

Tvö námskeiði boði, netnámskeið og staðnámskeið.

Nánari upplýsingar um námskeiðin
Leiðbeinendur2.jpg

Leiðbeinendur eru dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við HÍ og rithöfundur, og Herdís Pála Pálsdóttir, reyndur mannauðsstjóri og áhugamanneskja um framtíðina á vinnumarkaði, en þær gáfu nýlega út bókina Völundarhús tækifæranna og hafa lengi verið að rýna í framtíðina.

Fyrri námskeið

Spennandi tækifæri á vinnumarkaði framtíðarinnar

Hvernig líst þér á að vinna
þar sem þú vilt
þegar þú vilt
með þeim sem þú vilt?

Námskeið haldin í maí, september og október 2021

Nánari upplýsingar um námskeiðin

Leiðbeinendur:
dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við HÍ og rithöfundur, og
Herdís Pála Pálsdóttir, reyndur mannauðsstjóri og áhugamanneskja um framtíðina á vinnumarkaði.
Þær gáfu nýlega út bókina Völundarhús tækifæranna.