Fyrirlestrar og námskeið

Ert þú að leita að fyrirlestri eða námskeiði um eitthvað ákveðið málefni, fyrir stjórnendahópa, blönduð teymi, starfsmannahópinn í heild eða annað.

Ég hef í gegnum tíðina gert mikið af því að halda fyrirlestra, námskeið og vinnustofur, fyrir alls kyns fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og hópa.
Allt frá því að tala við minni hópa, kannski 10-15 manns, upp í að halda fyrirlestra í stórum sal fyrir nokkur hundruð manns, ýmist á íslensku eða ensku, hérlendis og erlendis.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um þau efni sem ég er oftast beðin að fjalla um, flest er hægt að útfæra í lengd, frá 45 mín. fyrirlestri upp í lengri námskeið og vinnustofur.
Einnig er í boði að fá upptökur til að hlaða upp í fræðslukerfi vinnustaða.

Ef þú finnur ekki það sem þú ert að leita að máttu endilega hafa samband og kanna hvort ég geti ekki nýtt þekkingu mína og reynslu til að setja saman efni sem mætir þínum þörfum, ég set oft saman efni út frá beiðnum eða markmiðum þeirra sem óska eftir fyrirlestri/námskeiði/vinnustofu frá mér, svo fremi efnið sé á mínu þekkingarsviði.

Vinsamlega sendið fyrirspurnir á herdispala@herdispala.is

Aðlögunarhæfni

Fyrir hverja: Stjórnendur og almennt starfsfólk - einstaklingar, teymi eða vinnustaður í heild.

Efnistök og nálgun: Þátttakendur byrja á að fara í gegnum mat á aðlögunarhæfni (AQ - Adaptability Quotient) þar sem lagt er mat á 15 þætti í þremur flokkum; Ability, Character og Environment.
Mælitækið er byggt upp í kringum ákveðið líkan sem heilmiklar rannsóknir eru að baki.
Til að nota mælitækið þarf tiltekna þjálfun og vottun sem Herdís Pála hefur lokið.

Þegar niðurstöður liggja fyrir er farið í gegnum þær og skoðað hvað þarf helst að virkja og styðja til að efla aðlögunarhæfni, fyrir árangursríka breytingastjórnun eða undirbúning fyrir framtíðina.

Lengd: Sniðið til eftir áherslum og þörfum og samsetningu hóps.

10 breytingar
sem eru að banka upp á

Fyrir hverja: Stjórnendur

Efnistök: Farið yfir atriði úr nýlegri rannsókn McKinsey á því hvaða breytingar er mest knýjandi fyrir stjórnendur að bregðast við í vinnuumhverfi dagsins í dag.

Dæmi um þessar breytingar eru atriði eins og hraði og seigla, blönduð vinna, gervigreind, nýjar reglur til að laða að og halda í vinnuafl, sjálfsmeðvitund og hvatning, fjölbreytileiki, andleg heilsa og skilvirkni

Lengd: Sniðið til eftir áherslum og þörfum á hverjum stað, getur verið á bilinu 45-180 mín.

10 reglur fyrir leiðtoga sem vilja auka áhrif sín

Fyrir hverja: Stjórnendur

Efnistök: Farið yfir með stjórnendum yfir 10 atriði sem talin eru líklegust til að auka árangur og áhrif leiðtoga í vinnuumhverfi dagsins í dag.

Dæmi um þessi atriði eru Að leiða með jákvæðni að leiðarljósi, Að stjórna útkomunni, ekki ferlinu, Samvinna umfram stjórnun, Að velja orusturnar sínar, Að vera fyrirmynd o.fl.

Lengd: Sniðið til eftir áherslum og þörfum, getur verið á bilinu 45/60-180 mín.

Teymi og samvinna

Fyrir hverja: Teymi sem vilja efla samvinnu og þétta teymið.

Efnistök og nálgun: Þátttakendur byrja á að fara í gegnum ákveðið sjálfsmat og skoða eigin vinnustíl. Svo skoðar hópurinn saman hvernig teymið í heild kom út úr matinu.

Einnig er farið í gegnum þætti eins og samskipti, hvatningu, að nýta styrkleika sína og annarra, að skilja einstaklingshegun og dýnamík teyma, einkenni góðra teyma, úrlausn ágreinings o.fl.

Lengd: Sniðið til eftir áherslum og þörfum og samsetningu hóps, getur verið á bilinu 60-180 mín.

Persónuleg þróun stjórnenda

Fyrir hverja: Stjórnendur

Efnistök: Farið yfir mikilvægi þess að stjórnendur hugi markvisst og meðvitað að eigin faglegu og persónulegu þróun.

Slíkt gerir þeim betur kleift að takast á við þær áskoranir og breytingar sem mæta stjórnendum á vinnumarkaði dagsins í dag - og þess sem við sjáum vera að breytast til framtíðar litið.

Lengd: Sniðið til eftir áherslum og þörfum á hverjum stað, getur verið á bilinu 90-180 mín.

Að endurhugsa stjórnun, með framtíðina í huga

Fyrir hverja: Stjórnendur

Efnistök: Margir farsælir stjórnendur eiga erfitt með að skilja þær breytingar sem eru að verða á vinnu, vinnuumhverfi og vinnumarkaði í dag.

Mikilvægt er að skilja þær breytingar og setja í samhengi við innra og ytra umhverfi vinnustaða og aðlaga svo stjórnunaraðferðir þannig að stjórnendur haldi áfram að vera farsælir og hafa sem best áhrif á árangur og ánægju starfsfólks og vinnustaða.

Lengd: Sniðið til eftir áherslum og þörfum, getur verið á bilinu 45/60-180 mín.

Vinnumarkaður framtíðarinnar

Fyrir hverja: Hér er efnið sniðið til eftir því við hvern er talað hverju sinni - eru það almennir starfsmenn, stjórnendur eða aðrir leiðtogar.

Efnistök: Rætt um hvernig ýmsar stórar og smáar breytingar í umhverfi okkar eru að skapa ný framtíðartrend sem munu hafa áhrif á vinnumarkað framtíðarinnar.

Meðal annars er byggt á nýrri íslenskri rannsókn sem gerð var í tengslum við skrif bókarinnar Völundarhús tækifæranna.

Lengd: Sniðið til eftir áherslum og þörfum og samsetningu hóps.

Hvernig gerum við fjarvinnu sem besta?

Fyrir hverja: Stjórnendur og almennt starfsfólk

Efnistök: Farið yfir hvað skiptir mestu máli, fyrir stjórnendur og starfsfólk, svo fjarvinna gangi sem best.

Það eru ýmsir þættir sem þarf að skoða sérstaklega í þessu samhengi, og byggir það aðallega á tveimur víddum, tíma og staðsetningu.

Einnig þarf meta hvort og þá hverju kann að þurfa að breyta í stefnum, verklagsreglum o.fl.

Lengd: Sniðið til eftir áherslum og þörfum og samsetningu hóps.

Að stjórna fólki og teymum í fjarvinnu

Fyrir hverja: Stjórnendur, hópstjóra og verkefnastjóra

Efnistök: Farið yfir með stjórnendum hvað þarf helst að breytast í stjórnun og skipulagi þegar fjarvinna eykst, hvort sem hluti hópsins er alltaf í fjarvinnu eða að einstaklingar teymisins eru ýmist í fjarvinnu eða á staðnum

Margt sem virkar þegar allir eru á staðnum virkar ekki þegar unnið er í fjarvinnu.

Lengd: Hægt að sníða til, eftir áherslum og þörfum, getur verið á bilinu 45-180 mín.

 

Framtíð vinnuumhverfis

Fyrir hverja: Hér er efnið sniðið til eftir því við hvern er talað hverju sinni - eru það almennir starfsmenn, stjórnendur eða aðrir leiðtogar.

Efnistök: Rætt um vinnuumhverfið út frá skipulagi, samskiptum, nýtingu tækninnar til samskipta og samstarfs, hönnun vinnurýmis o.fl.

Horft til framtíð vinnu, vinnustaða, vinnuafls og vinnumarkaðar.

Lengd: Sniðið til eftir áherslum og þörfum og samsetningu hóps.

Virkni starfsfólks
- Nýtt módel

Fyrir hverja: Hér er efnið sniðið til eftir því við hvern er talað hverju sinni - eru það almennir starfsmenn, stjórnendur eða aðrir leiðtogar.

Efnistök: Þegar unnið er með virkni starfsfólks þarf bæði að horfa til ánægu starfsfólks og framlag þess til vinnustaðarins.

Hér er byggt á nýrri rannsókn þar sem skoðað var hvað gerir vinnustaði ómótstæðilega og hvernig má auka virkni starfsfólks, þannig að bæði starfsfólk og vinnuveitendur njóti góðs af, í gegnum 5 lykilatriði.

Lengd: Hægt að sníða til, eftir áherslum og þörfum hvers hóps, 60-180 mín.

Question_shutterstock_56823592.jpg

Upplifun starfsfólks

Fyrir hverja: Stjórnendur og mannauðsfólk

Efnistök: Hvað er alltaf verið að tala um upplifun starfsfólks og af hverju skiptir hún máli?
Hvað skiptir máli varðandi upplifun starfsfólks á hverju skrefi ferlisins frá atvinnuauglýsingu að starfslokum - og jafnvel eftir starfslok.

Hvernig geta fyrirtæki nýtt sér sömu hugsun fyrir starfsfólk og fyrir viðskiptavini, þegar kemur að því að skapa góð tengsl, stafræna upplifun, sjálfsafreiðslu o.fl.

Lengd: Hægt að sníða til, eftir áherslum og þörfum hvers hóps, 45-180 mín.

 

Vinnustaðarmenning
- Mikilvægi og lykilatriði

Fyrir hverja: Hér er efnið sniðið til eftir því við hvern er talað hverju sinni - eru það almennir starfsmenn, stjórnendur eða aðrir leiðtogar.

Efnistök: Vinnustaðarmenning er eitthvað sem mikið er talað um og flestir ef ekki allir vita hvað hún skiptir miklu máli. En af hverju skiptir hún miklu máli? Hvaða áhrif hefur vinnustaðarmenning?
Hvaða 10 þættir sem byggja upp vinnustaðarmenningu skipta starfsfólk mestu máli - og geta þá aukið virkni (ánægju og framlag) starfsfólks ef þeir þættir eru í lagi?

Munum að Peter Drucker sagði “Culture eats Strategy for Breakfast”!

Lengd: Hægt að sníða til, eftir áherslum og þörfum hvers hóps, 60-180 mín.

Eitruð vinnustaðamenning

Fyrir hverja: Hér er efnið sniðið til eftir því við hvern er talað hverju sinni - eru það almennir starfsmenn, stjórnendur eða aðrir leiðtogar.

Efnistök: Góð vinnustaðamenning getur gert kraftaverk en eitruð vinnustaðamenning er stórskaðleg fyrir alla.
Farið yfir nokkrar helstu birtingarmyndir eitraðrar vinnustaðarmenningar og eitraðrar hegðunar á vinnustað.

Eitruð vinnustaðarmenning dregur bæði úr starfsánægju, framleiðni og árangri teyma og vinnustaða. Því er mikilvægt að þekkja hvernig hún birtist og hvað er til ráða.

Lengd: Hægt að sníða til, eftir áherslum og þörfum hvers hóps, 45-120 mín.

Framtíðartrend í stjórnun og mannauðsmálum

Fyrir hverja: Stjórnendur og mannauðsfólk

Efnistök: Þó mikilvægt sé að þekkja það sem margir þekkja sem “best practices” í stjórnun og mannauðsmálum þá má segja að þær aðferðir séu að einhverju leyti “past practices”.

Það er mikil gerjun í stjórnunarfræðunum, stöðugt að koma nýjar rannsóknir og framtíðarspár.

Hér er farið yfir, með stjórnendum, það helsta úr framtíðartrendunum og fundnar leiðir til að tengja það stefnu og þörfum hvers vinnustaðar - hvort einhverju þurfi að breyta í stjórnun og mannauðsmálum vinnustaðarins.

Lengd: Hægt að sníða til, eftir áherslum og þörfum hvers hóps, ca. 60-180 mín.

 

Allir stjórnendur eru mannauðsstjórar

Fyrir hverja: Stjórnendur

Efnistök: Farið í lykilatriði mannauðsstjórnunar og hvernig millistjórnendur og almennir stjórnendur geta nýtt þau fræði til að styrkja sig í sínu hlutverki.
Bæði farið í gegnum það sem þykja “best practices” í dag og svo það sem glittir í nýtt á sjóndeildarhringnum, t.d. þegar kemur að því að laða að og halda í gott fólk, varðandi starfsþróun, þróun starfa o.fl.

Lengd: Hægt að sníða til, eftir áherslum og þörfum hvers hóps, 60-180 mín.

Orkustjórnun

Fyrir hverja: Allt starfsfólk og stjórnendur

Efnistök: Farið í muninn á tímastjórunun og orkustjórnun og hvernig vinna má með eigin orku, til að auka hana og endurnýja, til að hámarka árangur og velsæld, í starfi og einkalífi.

Ekki hvað síst mikilvægt fyrir fólk sem ber mikla ábyrgð eða býr við mikið álag og áreiti í starfi - og vill eiga eitthvað eftir á “tanknum” þegar vinnu lýkur.

Lengd: 45-60 mín. ef bara fyrirlestur en 60-90 mín. ef þátttakendur taka líka sjálfspróf og gera áætlun fyrir framhaldið.

Hæfni, hugarfar og hegðun
leiðtoga framtíðarinnar

Fyrir hverja: Þá sem þegar eru í stjórnendastöðum eða þá sem verið er að þjálfa til að taka við meiri ábyrgð eða stjórnendastöðum.

Efnistök: Farið er yfir þá hæfniþætti sem leiðtogar framtíðarinnar munu þurfa á að halda. Einnig áhrif hugarfars og hegðunar, þegar kemur að því að leiða sjálfan sig, aðra og árangur.

Lengd: Hægt að sníða til, eftir áherslum og þörfum á hverjum stað, 60-180 mín.

 
worries_shutterstock_70490008.jpg

Að vera eigin leiðtogi (Self-Leadership).

Fyrir hverja: Alla - sem vilja auka eigin velsæld, í leik og starfi.

Efnistök: Byggt á hugmyndafræðinni um “Self-Leadership” og hvernig sjálfsþekking og sjálfsstjórn er lykillinn að árangri og velsæld, í starfi og einkalífi.

Farið yfir m.a. persónuleg gildi, viðhorf, venjur, samskipti, markmið og stefnu.

Lengd: Hægt að sníða til, eftir áherslum og verkefnum sem unnið er með, getur verið frá 45 mín. upp í 3 klst. og þá meira sem vinnustofa.

Binoculars.jpg

Að vera leiðtogi eigin starfsferils

Fyrir hverja: Alla - sem vilja taka ábyrgð á eigin starfsferli

Efnistök: Hér er farið yfir hvaða leiðir eru færar og hvaða verkfæri má nota þegar farið er í að endurskoða eigin starfsferil, hvort sem viðkomandi ætlar að halda áfram á sömu braut eða feta nýjar slóðir.

Lengd: Sniðið til eftir áherslum og hópum; 45 mín. erindi upp í 3 klst. vinnustofu þar sem þátttakendur fara í gegnum verkefni og greiningar á hvað skiptir þá mestu máli við val á starfi og framhald eigin starfsferils.

obstacle2_shutterstock_55465048.jpg

Að vera leiðtogi eigin reksturs

Fyrir hverja: Hentar einstaklingum og hópum sem standa að eigin rekstri, þar sem einstaklingar eru framkvæmdastjórinn, markaðsstjórinn, bókhaldarinn og ræstitæknirinn allt í senn!

Efnistök: Hér er farið yfir leiðir til að komast úr kaos í kerfi.

Megináhesla á skipulag, samstarf, þjónustu, netviðskipti o.fl.

Lengd: Sniðið til eftir áherslum og hópum; 45 mín. erindi upp í 3 klst. vinnustofu þar sem þátttakendur fara í gegnum verkefni og leggja línur að því að ehf. hætti að þýða “ekkert helv… frí”

 

Að viðhalda eigin atvinnuhæfni fyrir vinnumarkað framtíðarinnar

Fyrir hverja: Allt starfsfólk - og stjórnendur - sem eru að velta fyrir sér hvernig best er hægt að tryggja eigin atvinnuhæfni og öryggi á vinnumarkaði framtíðarinnar.

Efnistök: Farið yfir margar breytingar sem eru að verða á vinnumarkaði, nýja hæfniþætti sem eftirspurn er að aukast eftir o.fl. Jafnframt hvernig starfsfólk getur lesið í þessar breytingar og nýtt það til að halda áfram eigin þróun fyrir breytta framtíð.

Lengd: Hægt að sníða til, eftir áherslum og þörfum á hverjum stað, frá 45 mín. upp í 3 klst. og þá meira sem vinnustofa.

Fannstu ekki það sem þú varst að leita að?

Ef þú fannst ekki það sem þú varst að leita að máttu endilega hafa samband og kanna hvort ég geti ekki nýtt þekkingu mína og reynslu til að setja saman efni sem mætir þínum þörfum.
Ég er mikið í því að sérsníða og setja saman efni út frá sértækum þörfum og markmiðum þeirra sem óska eftir fyrirlestri/námskeiði/vinnustofu frá mér, svo fremi efnið sé á mínu þekkingarsviði.
Þetta getur þá verið fyrir stjórnendahópa, blönduð teymi, starfsmannahópinn í heild eða annað.

Flest er hægt að útfæra í lengd, frá 45 mín. fyrirlestri upp í lengri námskeið og vinnustofur.
Einnig er í boði að fá upptökur til að hlaða upp í fræðslukerfi vinnustaða.

Vinsamlega sendið fyrirspurnir á herdispala@herdispala.is

Ég hef í gegnum tíðina gert mikið af því að halda fyrirlestra, námskeið og vinnustofur, fyrir alls kyns fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og hópa.

Allt frá því að tala við minni hópa, kannski 10-15 manns, upp í að halda fyrirlestra í stórum sal fyrir nokkur hundruð manns, ýmist á íslensku eða ensku, hérlendis og erlendis.