Losum úr læðingi allt það sem við erum fær um
- til hámörkunar árangurs og ánægju.

Mínir viðskiptavinir eru almennt ánægðastir með hvernig ég nota reynslu mína og þekkingu til að vinna fyrir þá á skilvirkan hátt, með sérsniðna nálgun sem skilar þeim árangri.
Einnig er oft sagt um mig að ég sé með puttann á púlsinum,
að ég fylgist vel með og lesi í framtíðina hvað varðar vinnu, vinnustaði og vinnumarkað.

Í vinnu minni fyrir viðskiptavini mína nota ég reynslu mína og þekkingu til að skapa sérsniðnar og hagnýtar lausnir sem skapa mælanlegan árangur, fyrir vinnustaðina, stjórnendur og starfsfólk.

Til að vinna að auknum árangri vinnustaða og starfsfólks
vinn ég mikið með aðferðafræði
sem kallast Self-Leadership, að fólk taki sjálft aukna ábyrgð.

Nokkrir af þeim vinnustöðum sem ég hef unnið fyrir:

“Being a self-leader is to serve as
chief, captain, president, or CEO
of one’s own life”

— Peter Drucker

Af hverju þú ættir að leita til mín:

Ég hef starfað við stjórnun frá árinu 2000, mest á sviði mannauðsstjórnunar en einnig á sviði rekstrar, markaðsmála, húsnæðismála o.fl.
Af þeim tíma hef ég í 13 ár verið í framkvæmdastjórnun þeirra fyrirtækja sem ég hef starfað hjá, en ég hef einnig setið í stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka og sinnt ýmsum sjálfboðaliðastörfum.

Ég hef mikið verið í breytingastjórnun, m.a. tengt sameiningum fyrirtækja, við að breyta menningu og ímynd fyrirtækja o.fl.
Einnig stuðningi við stjórnendur með þeirra hlutverk og almenna starfsmenn, varðandi hvernig þeir geta sem best haldið áfram í breytilegu umhverfi.

Á undanförnum árum hafa birst eftir mig mikill fjöldi greina um stjórnun en einnig hef ég mætt í fjölmörg viðtöl í útvarpi og sjónvarpi, um stjórnun og ýmislegt sem tengist mannauðsmálum.

Einnig hef ég talað á mörgum ráðstefnum, innanlands og utan.

bokakapa.png

Í september, árið 2021, kom út bók sem ég skrifaði með dr. Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur;
Völundarhús tækifæranna - bylting á vinnumarkaði, giggarar og aukin lífsgæði.

Í kjölfarið hef ég haldið töluvert af erindum fyrir fyrirtæki og félög, um framtíð vinnu, vinnustaða, vinnuafls og vinnumarkaðar.

Ég lauk MBA námi frá University of New Haven í CT, USA, vorið 2000.

Ég lauk námi í Executive Coaching frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012.
Ég fékk ACC vottun markþjálfa frá ICF árið 2013 og endurnýjaði vottunina svo árið 2016. Sökum anna náði ég ekki að endurnýja vottunina árið 2019 - en getan til að markþjálfa er enn til staðar.